Ökutæki Lögreglunnar
Lögreglan
2018, 2020, 2025
Árið 2018 tók Lögreglan upp nýjar merkingar á öll ökutæki. Merkingarnar voru gerðar mun skýrari en á sama tíma einfaldari í framleiðslu og ending bætt til muna. Sem dæmi voru allt að 8 mismunandi filmur notaðar á eldri bílum, sem höfðu líftíma um 2 ár. Nýja útlitið notar aðeins 2 filmur, sem bjóða upp á 7 ára endingu hið minnsta. Einnig þurfti að gera þægilegar leiðbeiningar og reglur, svo auðvelt væri að merkja alla þá flóru ökutækja sem var til og átti til með að verða bætt í flotann. Verkefnið snérist því ekki aðeins um að búa til auðþekkjanleg ökutæki, með öruggari merkingum, heldur að finna praktískar og hagkvæmar lausnir sem myndu virka á komandi árum. Í tvígang hafa merkingarnar verið líttillega bættar, til að auka enn sýnileika ökutækjanna. Nú síðast árið 2025 með tilkomu nýrra Audi bifreiða.
Ljósmyndir: Baldur Kristjánsson







Ökutæki Lögreglunnar
Lögreglan
2018, 2020, 2025
Árið 2018 tók Lögreglan upp nýjar merkingar á öll ökutæki. Merkingarnar voru gerðar mun skýrari en á sama tíma einfaldari í framleiðslu og ending bætt til muna. Sem dæmi voru allt að 8 mismunandi filmur notaðar á eldri bílum, sem höfðu líftíma um 2 ár. Nýja útlitið notar aðeins 2 filmur, sem bjóða upp á 7 ára endingu hið minnsta. Einnig þurfti að gera þægilegar leiðbeiningar og reglur, svo auðvelt væri að merkja alla þá flóru ökutækja sem var til og átti til með að verða bætt í flotann. Verkefnið snérist því ekki aðeins um að búa til auðþekkjanleg ökutæki, með öruggari merkingum, heldur að finna praktískar og hagkvæmar lausnir sem myndu virka á komandi árum. Í tvígang hafa merkingarnar verið líttillega bættar, til að auka enn sýnileika ökutækjanna. Nú síðast árið 2025 með tilkomu nýrra Audi bifreiða.
Ljósmyndir: Baldur Kristjánsson






