Efla – endurmörkun
Efla
2024
Kraftmeiri ásýnd var sköpuð ásamt nákvæmu hönnunarkerfi. Merki EFLU var rýnt og uppfært og endurspeglar nú enn frekar kraftinn og hugvitið innan fyrirtækisins. Ný litapalletta skiptist í grunnliti, aukaliti innblásna af litbrigðum náttúrunnar og litatöflu fyrir tölulegar upplýsingar. Tvær leturgerðir voru valdar. Aðalletrið Replica vísar til anda EFLU sem er kraftmikill og tæknilegur. Aukaletrið Domaine Text kallast svo fallega á með mýkt og fágun. Myndmerki voru sérteiknuð með vísun í hringina í merki EFLU. Þau bæta við heildarröddina og bjóða upp á endalausa útfærslumöguleika. Þá var útbúið sérstakt veftól sem breytir ljósmyndum í einlitt hálftónamynstur. Litir eru sóttir í pallettu EFLU og hægt að nota mynstrin eftir hentugleika í kynningarefni, merkingar eða almennar myndlýsingar.


Efla – endurmörkun
Efla
2024
Kraftmeiri ásýnd var sköpuð ásamt nákvæmu hönnunarkerfi. Merki EFLU var rýnt og uppfært og endurspeglar nú enn frekar kraftinn og hugvitið innan fyrirtækisins. Ný litapalletta skiptist í grunnliti, aukaliti innblásna af litbrigðum náttúrunnar og litatöflu fyrir tölulegar upplýsingar. Tvær leturgerðir voru valdar. Aðalletrið Replica vísar til anda EFLU sem er kraftmikill og tæknilegur. Aukaletrið Domaine Text kallast svo fallega á með mýkt og fágun. Myndmerki voru sérteiknuð með vísun í hringina í merki EFLU. Þau bæta við heildarröddina og bjóða upp á endalausa útfærslumöguleika. Þá var útbúið sérstakt veftól sem breytir ljósmyndum í einlitt hálftónamynstur. Litir eru sóttir í pallettu EFLU og hægt að nota mynstrin eftir hentugleika í kynningarefni, merkingar eða almennar myndlýsingar.

